| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Í nafnlausu bréfi til Benedikts á Auðnum. Stæld eru orðatiltæki Matthíasar Joch. í Grettisljóðum.
Mývetninga hagsæl hönd
hefur ísinn brotið.
Þeir hafa gengið Grafarlönd
og gott úr krafsi hlotið.

Er mér sagt að alltaf sé
úti í veðrum svölum
reginhnjúka fimbulfé
frammi í Urðardölum.

Afrétt þessa alltaf fól
Urðar þokumóða
þar til loks hin svásna sól
signdi dalinn góða.

Meðan enn þá endist beit
í Urðardalnum slynga
ætti að fara í eftirleit
einhver Mývetninga.

Ef reyndu í pottinn fé að fá.
Flot úr bitum lagar.
Ægirammir yrðu þá
allir kaupfélagar.

Svigna krofa reginrár
og renglur sperðilshringja
ef reyndi hrúta fimbulfjár
fjárrækt Þingeyinga.

Skemmt mun verða þegnum þá
að þreifa um reginkylla.
Einnig rollur svinnar sjá
svásum rófum dilla.