| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Úr brúðkaupskvæði til Baldurs og Kristínar á Ófeigsstöðum.

Skýringar

Margur það um seinan sér
svo ei við má gera
að bagga lífsins erfitt er
einum manni að bera.


Eða sigla yfir dröfn.
Ögra boðaföllum.
Ausa, stýra, hitta í höfn.
Halda farmi öllum.

Alla götu út um lönd
upp á við og niður
fótur fæti, hendi hönd
heldur við og styður.