| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Úr fimmtugsaldur.
Í þurrafrosti þagnar sefur björninn.
Í þelaveldi á sér maðkur rúm.
Í ríki frostsins verður sumra vörnin
í vök, sem byrgir öðru hverju húm.
Þau örlög kanna öldungur og börnin.

Það bar oft til á bernsku minnar dögum
er bylur færði þúfurnar í serk
að töfrum sínum norn frá nyrstu skögum.
Á nýgræðinginn blés úr hásri kverk
á móti vorsins mildríku lögum.

Þú lagðir hélu á lendi minnar sálar
og lífsins móðu þrengdu krapaför.
Og þó þar væru á milli auðir álar
og augu þeirra bæði djúp og snör
var ömurlegt að ganga götur hálar.