| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Þessi skammhenda er kosningavísa, gerð fyrir kosningarnar 1956. Átt er við Magnús Jónsson frá Mel, þingmann Sjálfstæðismanna og Bernharð Stefánsson, þingmann Framsóknar. Jón Jónsson, skólastjóri á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, var þá í framboði, annar maður á lista Framsóknar.

Skýringar

Ekki er Magnús melur tryggur,
mætir þjóðvörn hrun.
Böggvisstaða-bóndinn liggur,
Bernharð tæpur mun.