| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sr. Tómas stríddi konu sinni Valgerði á Hallgrími á Melum með þessum brag.
Maður kominn sunnan að, segir prestur.
Bjódd ´onum inn, bjódd onum inn, segir prestsins kona.
Hvar á hann að sitja? segir prestur.
Á næsta stól hjá mínum stól, segir prestsins kona.
Hvar á ég að sitja? segir prestur.
Undir borði í einum kút, segir prestsins kona.
Hvað á hann að borða? segir prestur.
Súpu og steik, súpu og steik, segir prestsins kona.
Hvað á ég að borða? segir prestur.
Ugga og roð, ugga og roð, segir prestsins kona.
Hvað á hann að drekka? segir kona.
Klára vín, klára vín, segir prestsins kona.
En hvað á ég að drekka? segir prestur.
Bláa vatnið best er þér, segir prestsins kona.
Hvar á hann að sofa? segir prestur.
Í minni sæng við mína hlið, segir prestsins kona.
Hvar á ég að sofa? segir prestur.
Úti í hlöðu góðurinn minn, segir prestsins kona.
Þar bíta mig flær og lýs, segir prestur.
Bíttu þær aftur góðurinn minn, segir prestsins kona.