| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Árni Jónsson frá Múla var lengi þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystumaður hans. 1946 sagði hann sig skyndilega úr flokknum og stofnaði nýjan flokk, Þjóðveldisflokkinn. Margt var ort um þessa hugarfarsbreytingu Árna og mun fátt af því vera til nú. Þetta gagaraljóð kom nafnlaust í einhverju blaði. Ég get ekki ákveðið bragarháttinn nákvæmlega en það er bæði oddhent og aukrímað og eitthvað fleira.

Skýringar

Árni skrokkur flokk úr flokk
flæmist, brokki tamur - á svig.
Þjóðólfs - hnokka þokka-rokk
þeytir nokkuð samur - við sig.