| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Einhvern tíma urðu endurnar á Tjörninni í Reykjavík fyrir ýmsum yfirgangi manna og dýra. Var þá settur vopnaður vörður á tjarnarbrúna og átti sá að gæta laga og réttar í ?andaheimi.? Um það var ort nokkuð, til dæmis þessi vísa eftir ókunnan höfund. Samframhend, framsamyrt, hringhend ferskeytla. (Samstæð vísa er ?Síst er lygi að sá mun þrátt.?)

Skýringar

Andagrandið óðum þverr
andastands á plani,
andalandið okkar ver
andafjandabani.