| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Aftur segja þú mátt það

Höfundur:Höfundur ókunnur
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Helgu Jónsdóttur á Staðarhóli við Siglufjörð dreymdi eitt sinn að til hennar kæmi maður, Guðmundur Ólafsson að nafni og kvæði hann þessa hringhendu. Guðmundur var á hákarlaskipinu Draupni frá Siglufirði sem mun hafa farist með allri áhöfn þessa sömu nótt.

Skýringar

Draumvísa
Aftur segja þú mátt það,
þungum slegin mæðum,
að nú er dreginn endir að
öllum meginæðum.