| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Á síldarplani á Siglufirði var verkstjóri að sýna stúlku hvernig hún ætti að salta. Hún þóttist enga tilsögn þurfa og kastaði fram fyrriparti sem Steingrímur Einarsson, læknir, sem þarna var nærstaddur, botnaði.

Skýringar

Ég kann nú þetta maður minn,
mér hefur verið sýnt það oft.
Það á að leggja kinn við kinn
og kviðinn þráðbeint upp í loft.