| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Tileinkað Varmahlíðarfélaginu. 1. erindi af 4. Erindi 2: Nú ber Mælihnjúk hátt ....
Nú er vor yfir jörð.
Yfir fjall, yfir fjörð
hellast fossar af skínandi, blikandi ljóma.
Hér er unaður nýr
þegar árdagsb´ær hlýr
leysir allt sem að lifir úr hveljandi dróma.
Hið ónýta og visna að hauðinu hnígur.
Til himinsins ilmur frá jörðinni stígur.
Yfir bjartsýna þjóð
með sín blíðustu ljóð
vorsins brosandi herskari ástfanginn, syngjandi flýgur.