| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Þegar allt er yndisbjart
yfir sálu minni
skýst fyrir ljósið skýið svart
skuggi af ótryggð þinni.

Þú fékkst allt sem átti ég best.
Enn mér svíður skaðinn.
Þú tókst allt en eitt er verst
að íllt eitt léstu í staðinn.

Hún var min og henni ég unni.
Hef ég enga fegri séð.
Hún var mín, en hún ei kunni
hjarta mitt að fara með.