| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Höfundur kvað þetta út af þegnskylduvinnufrumvarpi Hermanns Jónassonar skólastjóra á Hólum. Sagt er að vísa þessi hafi orðið til þess að frumvarpið varð aldrei að lögum.

Skýringar

Ó, hve margur yrði sæll
og elska mundi landið heitt
ef mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.