| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Gaman væri fræðslu fá að njóta

Heimild:Safnamál
Bls.6, bls. 6-7.


Tildrög

Á sameiginlegu skemmtikvöldi átthagafélaga Húnvetninga og Borgfirðinga í Reykjavík var vísnagerð þáttur í kvöldvökunni. Skiptust þar á spurningar og svör. Jóhannes beindi þá spurningu til húnvetnska hagyrðinga og beindi einkum orðum til séra Helga Tryggvasonar frá Kothvammi.
Gaman væri fræðslu fá að njóta,
finnst mér rétt að svari guðfræðingar,
hvorir muni fleiri boðorð brjóta
Borgfirðingar eða Húnvetningar.