| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Þeirra bíður gæfan sem þessar leiðir fara

Þeirra bíður gæfan sem þessar leiðir fara
og þá er gott að sigra á allri sinni leið.
Og afl og þrek og vilja þeir ekki mega spara.
en áfram þar til búið er þeirra æviskeið.

Það er allur fjöldinn sem þekkir hana ekki
þessa réttu leið og villist því af braut.
Þess vegna er vonlegt að kastist oft í kekki
og komi þá oft upp erjur, sem valda mörgum þraut.

En hver og einn sá maður sem gengur þessa götu.
Hann gengur þar sem farsæld og hamingja er mest.
En hann verður að gæta að fleyi slái ei flötu
og fara ekki þar sem öllum líkar best.