| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Litla stúlkan látin var.
Hún lá á dánarbeð.
Sárar voru sorgirnar
og sárt og hryggt var geð.
Sorg var þung á syrgðri brá
er sorgin hrelldi sprund.
Það lifir eilíf ástarþrá
á örlaganna stund.

Trúarvissan veitir styrk
og von um betri tíð.
Ævin sýnist ávalt myrk
þá að fer sorg og stríð.
En himinsælu hugsunin
er huggun hrjáðri sál.
Hún hugsar þá um himininn
sú huggun er ei tál.