| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Kvöldsins friður færist yfir storð.
Mér finnst hann hljóti að boða lífsins orð.
Og hvíld og ró og kærleik allra til.
Ég kveða um það litla stöku vil.

Kyrrðin færist yfir alla.
Alla mun nú nóttin kalla
hvíldar til í kyrrð og ró.
Lífs í stríði loks mun falla
líkt og blómin dals og valla.
Allt það sem að eitt sinn dó.

Nú höfuð mitt ég hneigi.
Nú hallar þessum degi.
Og hvíld og frið ég finn.
Um ævistundir allar
oss alla menn nú kallar
til dóms og laga dómarinn.