| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Hvítasunna
Hvítasunnuhátíð, sú helga andans tíð.
Sú helgasta á jörðu, bæði fyrr og síð.
Ég fagna þér af alhug og friðinn helga þinn.
Ég finn að streymir mér nú til hjartans inn.

Þú dýrust perla Drottins ég dáist mest að því,
hve dagurinn er fagur og andans snerting hlý.
Ég elska þessa hátíð og andans snerting gnótt.
Og andans mesta kraftinn hef ég þangað sótt.

Svo blessi Guð minn ljóðið, er bið ég hann svo vel.
Svo blessist líka æfin og allt mitt hugarþel.
Og sólin ylji jörðu og sólin ylji hjörð.
svo að blessun færist yfir alla jörð.