| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Bjarni og Sigurður búnaðarmálastjóri voru samskipa og saman í klefa. Voru vínföng geymd í skáp inn af klefa þeirra.. Var íllt í sjóinn og margir sjóveikir. Sigurður aðstoðaði fólk eftir mætti. Skipstjóri sagði í gamni að ekki væri konum né víni óhætt fyrir Sigurði og yrði hann settur í land í næstu höfn nema Bjarni bæri ábyrgð á honum.

Skýringar

Sigga halda fæstir frá
flösku eða konum.
Ég skal taka ábyrgð á
öllum nema honum.