| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Svar við vísu Einars Árnasonar sem hann orti eftir að hafa heyrt Þuru segja að réttast væri að hengja sig: Nú er fögur sólarsýn en senn mun ríkja vetur. Hengdu þig áður heillin mín. Ég held þér líði betur.
Andanum lyfti á æðra stig
upp er runninn dagur.
Ég hætti við að hengja mig
heimurinn er svo fagur.