| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Í anda gleðstu ef er ég flón
eins og flestirr skrattar.
Á hverri einni yfirsjón
endalaust þú smjattar.

Hlýtt er vinarþelið þitt.
Þér er kær sú vinna
að bryðja sundur mannorð mitt
milli tanna þinna.

Af flónsku manna fjandinn kvað
fitna og verða gildur.
Afsal varla þarf um það
að þú ert honum skyldur.

Íllan þó mun endi fá
í öllum sínum myndum
gleði sem er alin á
annara manna syndum.