| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Arkar karlinn út í fjós


Tildrög

Þessa ferskeytlu orti höfundur um föður sinn séra Pál Tómasson á Knappsstöðum. Var talið að klerkur ætti vingott við vinnukonuna.

Skýringar

Önnur hending er höfð á fleiri vegu: Ingibjörgu að finna / eða auðgrund til að finna.
Arkar karlinn út í fjós,
auðgrund gömlu að finna.
Ekki þarf hann alltaf ljós
til útiverka sinna.