| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Skýringar

Rímnaflokkurinn Kvöldvökur eftir Jóhannes úr Kötlum.
Man ég fyrrum þyt á þökum
þreyta styr við éljadrög.
Þá á kyrrum kvelda vökum
kveiktu hyrinn rímnalög.

Birti um rann af fornum funa
fljótt er annir leyfðu það.
Gleði brann í mildum muna.
Mamma spann en pabbi kvað.

Pabbi trauður hróðri hætti,
hetjum dauðum varð þá rótt.
Ríka og dauða svefninn sætti,
sagan bauð þeim góða nótt.

Geislar svifu. Gisti hjarta
gulli drifinn bragurinn.
Mamma hrifin brosið bjarta
breiddi yfir drenginn sinn.