| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Laxdælingar lifa flott


Tildrög

Guðni hafði það hlutverk í Sláturhúsinu á Borðeyri að ræsa fólkið á morgnana. Fólkið frá Sólheimum í Laxárdal var söngelskt og kátt og átti það til að syngja langt fram eftir nóttu. Þess vegna gekk misjafnlega að ræsa það á morgnana. Vísan var ort um Eyjólf Jónasson, og bróður hans, Guðbrand Jónasson, föður þeirra bræðra, Jónas Jón Guðbrandsson og systur Jónasar, Salome Guðbrandsdóttur, öll frá Sólheimum. Þessi vísa er alkunn í Dölum og sungin á öllum Laxdælingaþorrablótum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Ólafssyni 21.3.2011.

Skýringar

Í vísnasafni Sigurðar J. Gíslasonar er þessi vísa, en sögð eftir sr. Guðna á Prestbakka.
Laxdælingar lifa flott.
Leika sér á kvöldin.
Þeim að sofa þykir gott
þegar vaknar fjöldinn.