Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
Á sig taka ýmsa mynd
endurvakin löndin.
Sérhver nakin leikur kind
laus við klakaböndin.

Blessuð lóan byrjar söng
blítt sem þróar yndi.
Hún um sjóar höfin löng
hingað fló að strindi.

Lofum góðan lífgjafann
landa, og þjóða og dýra.
Einn sem gróður alheims kann
yfirbjóða og stýra.