| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Héraðshælið á Blönduósi. Úr ferðavísum 23. júní 1956.
Manndóms höllin haggjör öll,
héraðs mestur sómi.
Stendur við völl og strauumaföll
stórglæst lýðs að dómi.

Sannast á að sjúkir þá
sárabætur hljóta.
Sem hjúkrun fá og heilsu ná
er hælisvistar njóta.

Hugsjón stærst er hælið glæst
hróður vits og fórna.
Vinúð kærst og viskan hæst
vinna þar og stjórna.