| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Var á ferð til að hitta Hallgrím Pétursson. Hitti tötralegan mann við torfristu og spurði eftir presti. Var hann heima er ég var heima, svaraði maðurinn. Fúsi fór til bæjar og var þá sagt að Hallgrmur væri við torfristu. Varð Fúsa bilt við og fór til baka. Sagði þá sr. Hallgrímur við hann. Ef þú grætir muna minn mjög um langar tíðir hver veit nema höggstaðinn ég hitti á þér um síðir. Baðst Fúsi fyrirgefningar eftir þetta.
Skömmin hefur skammlegt orf
í skitinni loppu sinni.
Mannræfillinn myr upp torf
úr mýrarháðunginni.