| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Séra Jón Þorláksson á Bægisá var talinn kvenhollur nokkuð. Einhverju sinni ól vinnukona á Ytri-Bægisá son sem talið var að prestur væri faðir að, þótt öðrum væri kenndur. Virðist hann líka hafa viðurkennt það með þessari ferskeytlu. Ath.: Allt fram undir þennan tíma var vanalegur framburður á bæjarnafninu Bæsá. Drengur sá er fæddist var nefndur Jón Sigurðsson.

Skýringar

Á Bægisá ytri borinn er
býsna valinn kálfur.
Vænt um þykja mundi mér
mætti ég eiga hann sjálfur.