| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Á næsta bæ við Saurbæ var unglingspiltur einn sem ekki var vel haldinn í mat. Slangraði hann oft heim að Saurbæ og kom þá að búrdyrum Guðríðar, konu Hallgríms og sníkti mat. Rétti hún þá oft til hans skófir eða soð í ausu. Fylgdu því þá oft einhver harðyrði. Skipaði hún honum oft, slöttólfi þeim að dragast í burtu og koma ekki framar. Einu sinni kom séra Hallgrímur að búrdyrum konu sinnar í myrkri en hún hélt að þar væri stráksi á ferð og rétti honum ausuna. Prestur tók við og kvað vísuna. Líklega er fyrsta vísuorðið eitthvað afbakað en síðari hlutinn er rétt braghenda.

Skýringar

Að mér rétti í ausunni,
- oftar svo til gengur;
slæmur - sagði hún - slöttólfsdrengur
slæpstu í burt og tefðu ei lengur.