| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ég veit að þér líkar ei Lárus minn

Flokkur:Mannlýsingar


Tildrög

Nokkrir félagar voru á ferð í Blönduhlíð og litu við hjá Séra Lárusi á Miklabæ. Fengu ekki þær trakteringar sem þeir væntu hjá prófasti og við brottför eggjaði sr. Lárus skáldið frá Móskógum að yrkja um sig vísu. Hann var tregur til, en lét þó undan um síðir. Frekari skýringa er ekki þörf.
Ég veit að þér líkar ei, Lárus minn
ljóðið mitt í þetta sinn
Í því er beiskur broddur.
Margt hefur gerst á Miklabæ
í mínum huga er sí og æ;
Þú ættir að hverfa, sem Oddur.