Í Glerhallavík | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Í Glerhallavík

Fyrsta ljóðlína:Hefurðu gengið í Glerhallavík
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Ljóðið sendi Sigurður árið 1941 í bréfi til Theodóru Thoroddsen skáldkonu ásamt völdum steini úr Glerhallavík.
Hefurðu gengið í Glerhallavík?
þar glóa í fjörunni steinar.
Hafaldan sverfur þar bjargsins brík
og byltist um flúðir og hleinar.
Þá vík byggja vættirnar einar.

Drangur og Skriða um víkina vörð
vel og trúlega halda.
Þar rís mín fagra fósturjörð
í fjallinu sínu valda;
hátt yfir hafdjúpið kalda.

Lesirðu úr fjörunni ljósan stein,
leystan úr bergrisans mergi,
mun gæfan þér auðveld, angur og mein
þér ama um dagana hvergi.
Hann er ástgjöf frá álfi og dvergi.