Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (26)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Sleðaferð

Fyrsta ljóðlína:Burðahnellinn brokkar Rauður
Heimild:Skagfirsk ljóð bls.147
Viðm.ártal:
Burðahnellinn brokkar Rauður
bezt á svellunum,
svarar smellið, hjarnað hauður
hófaskellunum.

Leikur í taumum, rennur reiðin
rétt sem straumarnir,
allt er glaumur, endar reiðin
eins og draumarnir.

Áfram líður Litli-Rauður
líkt og þýður blær,
sleðinn skríður hart um hauður
heim um síðir nær.