Sleðaferð | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Sleðaferð

Fyrsta ljóðlína:Burðahnellinn brokkar Rauður
bls.147
Viðm.ártal:
Burðahnellinn brokkar Rauður
bezt á svellunum,
svarar smellið, hjarnað hauður
hófaskellunum.

Leikur í taumum, rennur reiðin
rétt sem straumarnir,
allt er glaumur, endar reiðin
eins og draumarnir.

Áfram líður Litli-Rauður
líkt og þýður blær,
sleðinn skríður hart um hauður
heim um síðir nær.