Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa f. 1924

TÓLF LAUSAVÍSUR
Fæddur í Grundargerði í Blönduhlíð, Skag. Foreldrar Guðmundur Jónsson og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir sem víða bjuggu. Bóndi í Stapa í Tungusveit 1944-1947 og aftur lengst af á árunum 1952-1986. Jóhann stundaði smíðar um árabil, reisti fénaðar- og íbúðarhús í Skagafirði, Húnaþingi og víðar. Einn af þekktustu hagyrðingum landsins, starfaði mikið með Kvæðamannafélaginu Iðunni um tveggja áratuga skeið frá 1988, vann með Sigurði dýralækni í Grafarholti að útgáfu á Vísnaþáttum og stökum og stóð fyrir árlegum hagyrðingamótum frá 1989 með vinum sínum. Jói hefur gefið út 2 ljóða- og vísnabækur: Axarsköft 2006 og Ný axarsköft 2011

Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa höfundur

Lausavísur
Bragsnillingum bjóðast völd
Dregst í bóli drengja val
Eigum leið um auðn og grjót
Ég heyri í huganum óma
Ég yrki því innri er þörfin
Hér ég sanna hugfró fann
Hönd mín skelfur hrjúf og þreytt
Raular lindin rökkurblá
Smyrsl og litir best fá bætt
Við að drekka vínin brennd
Vindur svalar hnjúkum háu
Vítt þó gjalli vindurinn