Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum 1795–1869

76 LAUSAVÍSUR
Sigurður var fæddur á Syðra-Hóli á Skagaströnd 17. desember 1795. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og kona hans, Guðrún Gunnarsdóttir. Sigurður var bóndi á Heiði í Gönguskörðum 1821–1858. Hann var hreppstjóri og búhöldur góður og orðlagður fjármaður. Orti hann meðal annars Varabálk, mikið safn af heilræðavísum, alls 507 vísur. Varabálkur kom fyrst út 1871, þremur árum eftir dauða höfundar og varð gríðarlega vinsæl bók. (Heimild: Skagfirzkar æviskrár 1850–1890, I, bls. 218)

Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum höfundur

Lausavísur
Aldrei pretta breið á blett
Án kærleika er vonin veik
Árnadóttir Margrét má
Borgar á sandi Sigvaldi
Dýpstu græðir sálarsár
Eftir jólin aftur gól
Eigðu félag ei við þann
Eigingirnd í útlegð hrind
Einum stiftast angur hjá
Falskan segg ei lag við legg
Fetar sprundið fram í búr
Fjárstofn valin vel upp al
Flúðu hrundar fund um stund
Frammi í Skagafirðinum
Gefðu ungum áminning
Góða siði ven þig við
Góðir ætíð bata brest
Gráhærðan ei grein þú mann
Gætinn sért og gjör ekkert
Hafðu gát á hver þú ert
Hataðu smjaður hræsni tál
Heftu kalda hugarþrá
Heitir tryggð en hugsar styggð
Hollan reyta hauðurs svörð
Hrek úr brjósti leynt og ljóst
Hrjáðu gráðið hégómans
Hugrenninga haf á taum
Hundum ranga hrundu í gang
Hún er gljálíf glensin þrá
Hvar sem leið þín liggur hér
Innra mann að þekkja þinn
Jón frá glaður Glæsibæ
Jóni borinn hagur hýr
Klökugum á kinnunum
Lát þér vaxa visku strax
Leitaðu sóma sannleikans
Lemur bítur mölvar mer
Lista skýr á Skarðsá Jón
Líttu á það sem liðið er
Ljóða skundi að Skörðum blað
Lostagirnd í læðing bind
Lút var skýja lauguð í
Lömbin skoppa hátt með hopp
Með góðfýsi sinni senn
Meiddu ei innra manninn þinn
Mér er ekki list sú lént
Mikið ósköp á ég bágt
Mjög er bágt við margt að fást
Mjög sér ók og skeggið skók
Nætur góðar býð ég brátt
Orða gáðu aldraðs manns
Raun er að láta í rifinn sjóð
Sálin þótt Kár með kyngi raust
Sést á Heiði Sigurður
Sína hver einn byrði ber
Síst að slysum gjörðu gis
Sólarheima gegnum geim
Synjaðu snauðum síst um brauð
Tilfinningum haft á haf
Tímann líður óðum á
Ugglaus híma háski er
Um þá stund hér vissa vex
Úr sem kalið allt er fjör
Varast hála heimsins prjál
Varast hála véla rúm
Vekur frygð en fælir tryggð
Vel þér þann að vin sem ann
Vel þig stilltu um það allt
Við oss Góa betur bjó
Yrktu jörð og hýstu hjörð
Þegar ég skil við þennan heim
Þess má vottinn þægan sjá
Þorra frægð mun lögð í lægð
Þó að tíðum þokuloft
Þórdís skammta átti mér
Þótt ég seinast sökkvi í mar