Kristján Ingi Sveinsson verkamaður á Sauðárkróki | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Kristján Ingi Sveinsson verkamaður á Sauðárkróki 1884–1971

TÍU LAUSAVÍSUR
Kristján var fæddur á Stekkjarflötum í Austurdal og ólst upp hjá foreldrum sínum, Sveini Magnússyni og f.k.hans Önnu Guðmundsdóttur. Kristján stundaði búskap á Stapa og í Flugumýrarhvammi en flutti síðan til Sauðárkróks árið 1920. Þar bjó hann ásamt konu sinni til ársins 1942. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og loks til Reykjavíkur. Kristján lést á Kristneshæli. Kristjáni var margt til lista lagt, hann var prýðilega hagmæltur. Heimild: Skagf. æviskrár 1910-1950, IV bls. 206-209.

Kristján Ingi Sveinsson verkamaður á Sauðárkróki höfundur

Lausavísur
Bakkus tíðum eykur auð
Brustu festar risti raust
Ég er alveg ónýtt hró
Ég mun sötra sopann víns
Hugsaðu vinur helst um það
Kífsins brjóttu fjötur fljótt
Rekkjuvoðir rúmum í
Tárin svala trúðu mér
Þó að lífsins fallvallt fley
Æsti raustin ásta köst