Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson) | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson)

TÍU LAUSAVÍSUR
Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdótur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður- Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenskt kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.

Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson) höfundur

Lausavísur
Bakkus gamli gaf mér smakka
Bara að góðu þig ég þekki
Braginn vanda hygg ei hót
Ef langar þig að hrekkja einn lífssamferðamann
Gamli Bakkus gaf mér smakka
Ílla stilltur unglingur
Margan svanna mætan sé
Síðan fyrst eg sá þig hér
Þú ert sveitar svívirðing
Æru þrotinn þrútinn blár