sr. Guðlaugur Guðmundsson | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

sr. Guðlaugur Guðmundsson 1853–1931

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Guðlaugur var fæddur í Syðri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, sonur Guðmundar Gíslasonar í Syðri–Skógum og seinni konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðlaugur útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887. Hann var prestur að Staðarhrauni í Hraunhreppi, síðar Skarðsþingum og sat þá um tíma að Melum á Skarðsströnd en einnig í Hvalgröfum og Dagverðarnesi. Þá var hann prestur á Stað í Steingrímsfirði 1908–1921 og bjó að Hrófbergi. Hann fékk lausn frá embætti 1921 og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dánardags. Kona Guðlaugs var Margrét Jónasdóttir, prests á Staðarhrauni. Meðal barna þeirra var Jónas Guðlaugsson skáld. Eftir Guðlaug eru Ljóðmæli, sem út komu 1925, og rímur og lausavísur í handritum. (Sjá Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár II. Reykjavík 1949, bls. 118).

sr. Guðlaugur Guðmundsson höfundur

Lausavísur
Indriði til ásta fús
Vertu glaður Gísli minn
Örlög standa fyrir fast