Friðrik Sigfússon | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Friðrik Sigfússon

SJÖ LAUSAVÍSUR
Friðrik var sonur Sigfúsar Eyjólfssonar, síðast bónda í Pottagerði, og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Hann var kvæntur Guðnýju Jónasdóttur frá Hróarsdal. Þau bjuggu fyrst í Pottagerði 1905–1918, þá Jaðri 1918–1931 og Kálfárdal 1931–1935. Þá brugðu þau búi og fluttu að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd til Steingríms sonar síns. Bæði voru þau hjón hagmælt. Friðrik var einhver markfróðastur manna í Skagafirði á sinni tíð. (Sjá Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1890–1910. I, Akureyri 1965, bls. 72–72).

Friðrik Sigfússon höfundur

Lausavísur
Elska ég þennan gráa grip
Illa liðinn oft við skál
Kommúnisti kjöftugur
Lán þótt höfum lítið hér
Mér að hallast meinin vönd
Mundi ég ná í náttstaðinn
Nú er hnípinn hugur minn