Einar Þórðarson frá Skeljabrekku | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Einar Þórðarson frá Skeljabrekku 1877–1963

33 LAUSAVÍSUR
Einar var sonur Þórðar Bergþórssonar og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, á Innri-Skeljabrekku í Andakíl og þar var hann bóndi frá 1905–1926. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Skorradal. Hún dó árið 1908. Seinni kona hans hét Ragnheiður Jónsdóttir frá Björk í Grímsnesi. Einar flutti til Reykjavíkur árið 1926 og vann um langt skeið sem afgreiðslumaður á bensínstöð BP. Einar var hestamaður mikill. Á efri árum safnaði hann og skráði lausavísur og kveðlinga. (Sjá einkum Borgfirzkar æviskrár II, bls. 188)

Einar Þórðarson frá Skeljabrekku höfundur

Lausavísur
Ástin mín um ævisvið
Bílar renna brautir hálar
Bjarnargreiða margur man
Dagur ljómar döggin hlý
Ferjumennirnir sviptir sorg
Foldar gróa fögur strá
Gaman er að laga ljóð
Glitra í hlíðum grös og lyng
Heldur illa heppnast það
Komir þú um kvöld í Vík
Lengi hef ég ljóð í kvöld
Ljóðagáfan listarík
Margur frár á lífsins legi
Niður hnita efni í óð
Oft er strand við úfið hraun
Ósk fram knýja eina má
Raddfærin ei reyndust sljó
Rétta vil ég hlýja hönd
Sjaldnast vantar vit í haus
Sveinn er óðar semur skrá
Um eyðisanda og úfið grjót
Um firðina og fjöllin mín
Úti um landið óma fer
Valdalausa veturinn
Vitur fríður fótheppinn
Yfir gengin ævispor
Þegar brestur yndi og yl
Þó að elli þung í lund
Þótt ég ykkar allra til
Ærslahlátur að því gá
Æsku horfnum árum frá
Æskugleðin óðum dvín
Ætið hef ég elskað þig