Árni Gíslason í Höfn | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Árni Gíslason í Höfn 1724–1809

TVÆR LAUSAVÍSUR
Árni var sonur séra Gísla Gíslasonar á Desjarmýri í Borgarfirði eystri og konu hans, Ragnheiðar Álfsdóttur. Árni bjó á Höfn í Borgarfirði eystri. Hann var karlmenni og skáld og lét gjarnan fjúka í kviðligum og gat þá verið stríðinn. Árni sótti sjóinn jafnan meðfram búskapnum enda liggur Höfn hvað best við sjósókn af jörðum í Borgarfirði. Synir Árna og konu hans, Guðlaugar Torfadóttur, voru hinir nafnkenndu Hafnarbræður, þeir Jón og Hjörleifur, sem landsfrægir voru fyrir afl sitt og hreysti.

Árni Gíslason í Höfn höfundur

Lausavísur
Burt er farin sál um sinn
Ofið hefur fölsk og flá