Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

26 ljóð
17556 lausavísur
1319 höfundar
133 heimildir

Vísnavefur Skagfirðinga

Umsjón: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Vísnavefur Skagfirðinga

Frekari upplýsingar um vísnahöfundana eða tildrög vísna eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við starfsfólk Héraðsskjalasafns Skagfirðinga í netfanginu skjalasafn[hjá]skagafjordur.is.
Meira ...

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Enn er lífsins lokað hlið.
Lauf af stofni fokið.
Hér hefur skemman skilið við.
Skyldustörfum lokið.

Geymdi hún lengi föngin fríð.
Flestu hnignað getur.
Þó munu elli, storm og stríð
standa fáir betur.

Stóðstu lengi frjáls á fold.
Fögur varstu sýnum.
Nú sér enginn utan mold
eftir af leifum þínum.

Forlög þó að þyki hörð´
Þar við hver einn eiri.
Allir verða jafnir jörð
ég og þú og fleiri.

Þegar vorsins ljóma ljós
lýsir auga mínu.
Get ég til að gullin rós
grói á leiði þínu.
Gísli Jón Gíslason frá Hjaltastaðahvammi, Skag.