Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þar sem háfjöllin heilög rísa

Fyrsta ljóðlína:Þar sem háfjöllin heilög rísa
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Þetta ljóð birtist fyrst í bókinni Vefarinn mikli frá Kasmír árið 1927.
Þar sem háfjöllin heilög rísa
mót heiðskírri norðurátt,
á landi íslenskra ísa,
þar er þér, sál mín, svo dátt;

þar sem öræfafuglinn flögrar
í frosti um skarð og tind
og jökulauðnin þér örgrar
sem óklöppuð dýrlíngamynd,

þar sem Urðarhæð og Einbúi vaka
og eldborgin hvíta rís
og fornir fjallgalar kvaka,
þar finn ég þig loks, mín dís!

Á vörum þér sælan sefur;
af sjónum þér andvakan skín,
og mjúkt um þinn meydóm vefur
mjöllin sitt frostalín.