Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ég er brott frá þér bernska

Fyrsta ljóðlína:Ég er brott frá þér bernska og bernskuland
Viðm.ártal:≈ 1950
Ég er brott frá þér benska og bernskuland.
Við ykkur knýtir mig naumast nokkurt band.
Runnar mínar sælustu sólir.

En ljúft er mér að upprifja lögin þín.
Ennþá man ég jólin og jólakvæði mín.
Hægt var við móðurbarminn að hvíla.

Marmarinn beið sveipaður meitlarans hjúp.
Kvæðið var um kvöldstjörnuna, kyrðin djúp.
Sælt við móðurbrjóstin að sofa.

Um vorið kom hún lóa með vorljóðin sín.
Sú hefur verið indælust unnusta mín.
Ég skulda henni sumarlánga saungva.

En ég er horfinn bernska í brott frá þér.
Og flest er nú á brottu sem brosti við mér.
Ég bið að heilsa öllum sem ég unni.