Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dáið er alt án drauma

Fyrsta ljóðlína:Komdu fram til kletta
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Ljóðið birtist fyrst í bókinni Barn náttúrunnar sem kom út árið 1919.
Komdu fram til kletta
í kvöld er rökkva fer.
Eftir að sól er sigin
sittu þar með mér.

Hljótt er fram við hóla,
hljótt og kyrt og rótt.
Bæði skulum við blunda,
-brátt er komin nótt.

Hugsum ekki um harma,
sem hjartað geta mætt,
en blundum eins og börnin
bæði vært og sætt.

Það er sælt að sofna,
og svífa í draumlönd inn.
Dáið er alt án drauma
og dapur heimurinn.