Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Nýárskveðja 1920

Fyrsta ljóðlína:Fllosi mönnum fám er líkur
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1920
Flokkur:Hátíðaljóð
Flosi mönnum fám er líkur
Flosa prýðir mart.
Væri margur vinur slíkur
væri lífið bjart.

Göfuglyndur, greiðasamur;
glatt er skapið rótt;
drjúgur, þó ei finnst framur,
framkvæmir með þrótt.

Þörf er eigi því að hrósa;
það er Herrans lán
menn sem vildum mega kjósa,
minnst að væri án.

Gæfan veri hans að heima.
Hollan tryggðavin
biðjum Drottin besta að geyma
byrjað ár - og hin.