Félag Járniðnaðarmanna 25 ára | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Félag Járniðnaðarmanna 25 ára

Fyrsta ljóðlína:Nú stöndum vér á merkum tímamótum
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1945
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Lag: Hvað er svo glatt
Nú stöndum vér á merkum tímamótum
og minnumst aldarfjórðungsstarfs í dag
vors félags, sem að stendur styrkum fótum
og stöðugt hefur getað bætt vorn hag.
En minnumst þess, að margt er enn að starfa
vér megum aldrei hika á þeirri leið
sem miðar vorri stétt og þjóð til þarfa
með það í huga verður förin greið.

Ég veit að félag járniðnaðarmanna
mun jafnan standa fast um okkar rétt
því unnin störf þess ótrvírætt það sanna
að eining hefir ríkt í vorri stétt.
Vér stóðum oft í stórræðum og vanda
en styrkur vor þá óx við hverja þraut.
Vér sameinaðir skulum stöðugt standa
til starfs og dáða liggur okkar braut.

Vér skulum lands vors iðnað hefja hærra
það hlutverk framkvæmt skal af vorri stétt
og verksvið hennar sífellt verður stærra
því verður ekki lengur takmörk sett.
Og öll vor skip vér skulum sjálfir byggja
er skapi okkar síðar lífskjör góð
og þannig heill og hagsæld lands vors tryggja
því hér skal búa frjáls og starfsglöð þjóð.