Vorljóð | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Vorljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég oft hef þess notið
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
Ég oft hef þess notið
á undanförnum árum,
aleinn að reika um
blómum skrýddan reit.
Dagsljósið tindrar
í gullnum daggartárum,
dýrðlegri fegurð
ei nokkur maður leit.

Blævindar strjúka mér
blítt og þýtt um vangann
bera mér óminn
af þungum vatnanið.
Loftið er þrungið
af blómailmi og angan,
alls staðar fegurðin
blasir augum við.