Langömmuvísur | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Langömmuvísur

Fyrsta ljóðlína:Ég langömmu á sem að létt er í lund,
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Gamankvæði
Ég langömmu á sem að létt er í lund,
hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún syngur sitt lag
jafnt sumar sem vetur, jaftn nótt sem dag.

Eitt haustið þá gat hún ei húsnæðið greitt,
og hlaut því að flytja, það fannst mörgum leitt.
Hún sat upp á bílnum, því leiðin var löng,
og látlaust hún spilaði á gítar og söng.

Einn dag þegar kviknað í kofanum var,
kom brunaliðsbílinn strax æðandi þar.
Er eldurinn logaði um glugga og göng
fór sú gamla upp á þakið og spilaði og söng.

Hún keyrði í bíl niður Kamba eitt sinn,
af kantinum valt 'oní' urð bifreiðin.
Þar endaði bílstjórinn æfinnar göng,
en amma slapp lifandi, spilaði og söng.

Á Súðinni var hún er siglt var í strand,
með síðasta skipsbátnum komst hún í land.
Í svellandi brimi var sjóleiðin ströng,
þá sat sú gamla í skutnum og spilaði og söng.

Hún amma er dáin og horfin á braut,
héðan úr heimi frá mæðu og þraut.
En gangirðu þangað sem greftruð hún var,
mun gítarspil óma í kyrrðinni þar.