Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ástir (þýtt eða stælt)

Fyrsta ljóðlína:Þegar mann við mær
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Ástarljóð
Fyrirvari:Höfundur er líklega danskur.
1.
Þegar mann við mær
magnað ástir fær
eldur kviknar upp í brjósti hreinu.
Beggja hjörtu hlý
hitna baðinu í ,
bráðna svo að bæði verða að einu.
2.
En laus er logi úr stað,
löngum sannast það.
Óðum slokknar ástarneistinn bleikur.
Þá er öllu eytt,
ekki verður neitt
eftir nema aska eintóm og reykur.