Bjargið alda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bjargið alda

Fyrsta ljóðlína:Bjargið alda, borgin mín
bls.271–271
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Bjargið alda, borgin mín,
byrg þú mig í skjóli þín.
Heilsubrunnur öld og ár
er þitt dýra hjartasár.
Þvo mig hreinan, líknarlind,
lauga mig af hverri synd.
2.
Heilög boðin, Herra, þín
hefur brotið syndin mín.
Engin bót og engin tár
orka mín að græða sár.
Ónýt verk og ónýt trú,
enginn hjálpar nema þú.
3.
Titrandi með tóma hönd
til þín, Guð, ég varpa önd,
nakinn kem ég, klæddu mig,
krankur er ég, græddu mig,
óhreinn kem ég, vei, ó, vei,
væg mér, Herra, deyð mig ei.
4.
Þegar æviþrautin dvín,
þegar lokast augun mín,
þegar ég við sælli sól
sé þinn dóms- og veldisstól:
Bjargið alda, borgin mín,
byrg mig þá í skjóli þín.