Hvað er Hel –? | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvað er Hel –?

Fyrsta ljóðlína:Hvað er Hel –?
bls.173
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) tví- og ferkvætt aaBBaa
Viðm.ártal:≈ 1875
Hvað er Hel –?
öllum líkn sem lifa vel –
engill sem til ljóssins leiðir,
ljósmóðir sem hvilu reiðir,
sólarbros er birta él,
heitir Hel.

Hvað er Hel—?
hvild er stillir storm og él,
endurnæring þungaþjáðum,
þreyttum, píndum, hrelldum smáðum,
eilif bót, þeim breytti vel,
heitir Hel.

Þögul gröf, –
jörðin hirðir jarðargjöf.
annað er hér ei að trega,
andinn byggir munarvega, –
þekki ekki þína töf,
þögul gröf!

Eilíft líf!
Ver oss huggun, vörn og hlíf;
lif í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft líf!